Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (30.4.2024)
Markmið:
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sett verði ný og ítarlegri ákvæði um heilbrigðisskrár sem þjóna þeim tilgangi að afla þekkingar um heilbrigðisþjónustu og þá þætti sem hafa áhrif á heilsu einstaklinga. Þá er gert ráð fyrir að heimila heilbrigðisyfirvöldum aðgang að rafrænni sjúkraskrá sjúklings við meðferð mála er varða kærur eða kvartanir vegna veittrar heilbrigðisþjónustu og rannsóknir atvika í heilbrigðisþjónustu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál