Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

906 | Sjúkraskrár (umsýsluumboð)

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja jafnt aðgengi að rafrænum lausnum innan heilbrigðiskerfisins.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sérfræðilæknar fái heimild til að veita þriðja aðila umsýsluumboð til aðgangs að stafrænum heilbrigðisgáttum fyrir hönd einstaklings 16 ára og eldri sem er ófær um að veita slíkt umboð sjálfur vegna vitsmunalegra, geðrænna og/eða líkamlegra skerðinga. Einnig er lagt til að einstaklingur sem er fær um veita umboð en ófær um að nota rafræn skilríki eða rafrænar gáttir, fá heimild til að óska eftir því við sérfræðilækni að umboð hans verði skráð sem umsýsluumboð.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sjúkraskrár, nr. 55/2009.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir um 8 milljóna kr. einskiptiskostnaði við forritun sem rúmast innan fjárhagsramma embættis landlæknis eða verður fjármagnaður af útgjaldasvigrúmi ráðuneytisins í fjárlögum fyrir árið 2024. Þá er gert ráð fyrir varanlegum kostnaði sem nemur um 10% af stöðugildi sérfræðings í utanumhald og eftirfylgd með verkefninu, sem einnig rúmast innan fjárhagsramma embættisins.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1351 | 27.3.2024
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson
Þingskjal 1790 | 4.6.2024
Þingskjal 1802 | 5.6.2024
Þingskjal 2000 | 21.6.2024
Þingskjal 2073 | 22.6.2024

Umsagnir

Velferðarnefnd | 30.4.2024
Velferðarnefnd | 10.5.2024