Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

905 | Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (umfjöllun Persónuverndar)

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda og stytta umsóknarferli vísindarannsókna á heilbrigðissviði.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að horfið verði frá því vinnulagi að senda umsóknir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði til Persónuverndar og bíða eftir afstöðu stofnunarinnar áður en leyfi er gefið út, nema í undantekningartilvikum. Einnig er lagt til að ráðherra sé heimilt að ákveða með reglugerð að vísindasiðanefnd og siðanefndir heilbrigðisrannsókna skuli, áður en leyfi er gefið út, óska umsagnar Persónuverndar um rannsóknir sem varða áhættumikla vinnslu persónuupplýsinga. Þá er gert ráð fyrir að ábyrgðaraðili veiti aðgang að heilbrigðisgögnum þegar ábyrgðarmaður rannsóknar framvísar leyfi vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi

Þingskjöl

Þingskjal 1350 | 27.3.2024
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson
Þingskjal 1833 | 10.6.2024
Þingskjal 1939 | 19.6.2024
Þingskjal 2090 | 22.6.2024

Umsagnir

Velferðarnefnd | 3.6.2024
Velferðarnefnd | 15.5.2024
Velferðarnefnd | 30.4.2024
Landspítalinn (umsögn)
Velferðarnefnd | 30.4.2024
Persónuvernd (umsögn)