Markmið:
Að tryggja lagastoð fyrir rekstri landstengigáttar fyrir miðlun sjúkraskrárupplýsinga milli landa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í því skyni að tryggja öryggi sjúklinga sem þurfa að leita sér heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, hvort sem þeir eru búsettir á Íslandi eða eru ríkisborgarar EES-ríkja í tímabundinni dvöl hér á landi.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að sjúklingar geti heimilað að tilteknum, skilgreindum lykilupplýsingum úr eigin sjúkraskrá verði miðlað til aðila sem veitir honum heilbrigðisþjónustu í öðru landi á Evrópska efnahagssvæðinu, einnig í neyðartilvikum. Gert er ráð fyrir að sams konar heimild gildi fyrir einstakling, búsettan í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, sem þarf að leita sér heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þá er lagt til að landlæknir skuli starfrækja landstengigátt fyrir þær upplýsingar sem heimilt verður að miðla.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um landlækni og lýðheilsu, nr.
41/2007.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar:
Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
|
Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál
|
Lög og réttur: Persónuleg réttindi
|
Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál