Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

903 | Skráð trúfélög o.fl. (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að tryggja að ákvæði laganna séu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gerðar verði auknar kröfur til utanumhalds með rekstri trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana, m.a. hvað varðar hæfi þeirra sem standa að rekstrinum og kröfur varðandi fjárreiður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, nr. 108/1999.

Lög um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.

Kostnaður og tekjur:

Áætlaður varanlegur kostnaður við innleiðingu ákvæða frumvarpsins er 15 milljónir kr., sem gert er ráð fyrir að verði fjármagnaður innan útgjaldaramma málaflokksins.

Aðrar upplýsingar:

Skýrsla FATF um Ísland birt. Dómsmálaráðuneytið, 6. apríl 2018.

Aðgerðaáætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka til 2023 samþykkt. Dómsmálaráðuneytið, 27. september 2021.

Áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri, desember 2023.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Trúmál og kirkja: Trúfélög og trúarbrögð

Þingskjöl

Þingskjal 1348 | 27.3.2024
Flutningsmenn: Guðrún Hafsteinsdóttir
Þingskjal 2103 | 22.6.2024
Þingskjal 2124 | 22.6.2024

Umsagnir