Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

900 | Verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku)

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 41 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (21.5.2024)

Samantekt

Markmið: Að einfalda og flýta uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku og lágmarka umhverfisáhrif.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið kveður á um að vindorka verði skilgreind sérstaklega í lögum og að rammaáætlun taki til virkjunarkosta í vindorku með a.m.k. 10 MW afl eða vindorkumannvirkja sem í hæstu stöðu eru hærri en 100 metrar. Gert er ráð fyrir að uppbygging vindorkuvera verði óheimil á viðkvæmustu svæðum landsins. Jafnframt er lagt til að verndar- og orkunýtingaráætlun verði ekki lengur bindandi fyrir skipulagsvald sveitarfélaga þegar kemur að vindorku. Þá er lagt til að komið verði á sértækri málsmeðferð fyrir tiltekna vindorkukosti utan rammaáætlunar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1339 | 27.3.2024
Þingskjal 1513 | 16.4.2024
Flutningsmenn: Andrés Ingi Jónsson

Umsagnir

Samorka (umsögn)