Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja heimildir Orkustofnunar til að innheimta gjöld í samræmi við kostnað af leyfisveitingum og eftirliti.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að mælt verði fyrir um heimildir Orkustofnunar til töku þjónustugjalda vegna vinnu Orkustofnunar við afgreiðslu leyfisumsókna vegna auðlindanýtingar, afgreiðslu leyfa og eftirlit með þeim.
Breytingar á lögum og tengd mál: Raforkulög, nr. 65/2003.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að þjónustugjöld skili Orkustofnun tekjum á bilinu 6-13 milljónum kr. á ári, eftir umfangi leyfisumsókna. Þau munu líklega ekki að fullu standa undir kostnaði við leyfisveitingar en gjaldtakan mun skila sér í möguleikum til að bæta þjónustu stofnunarinnar með því að geta brugðist við álagspunktum í leyfisveitingum með auknu vinnuframlagi og/eða utanaðkomandi þjónustu.
Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Hagstjórn: Skattar og tollar