Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

867 | Sóttvarnalög

154. þing | 19.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (8.4.2024)

Samantekt

Markmið: Að skýra betur heimildir stjórnvalda til opinberra sóttvarnaráðstafana í samræmi við kröfur lögmætisreglunnar og lagaáskilnaðarreglna stjórnarskrárinnar.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á lögunum í kjölfar heildarendurskoðunar á þeim sem ráðist var í veturinn 2021-2022 með hliðsjón af fenginni reynslu eftir heimsfaraldur SARSCoV-2-veirunnar. Tillögur að breytingum varða einkum stjórnsýslu sóttvarna, feril ákvarðana um opinberar sóttvarnaráðstafanir og aukna aðkomu Alþingis að þeim. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi sóttvarnalög, nr. 19/1997, og lög um heimild handa ríkisstjórninni til að banna flutning til landsins á varningi, sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu af, nr. 8/1920. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om epidemier m.v. (epidemiloven) LOV nr 285 af 27/02/2021.

Finnland
Lag om smittsamma sjukdomar 21.12.2016/1227.

Noregur
Lov om vern mot smittsomme sykdommer [smittevernloven] LOV-1994-08-05-55.

Svíþjóð
Smittskyddslag (2004:168).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Samgöngumál: Samgöngur  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1293 | 19.3.2024
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson

Umsagnir

Velferðarnefnd | 8.4.2024
Velferðarnefnd | 8.4.2024
Landspítalinn (umsögn)
Velferðarnefnd | 11.4.2024
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 9.4.2024
Samgöngustofa (umsögn)
Velferðarnefnd | 8.4.2024
Sóttvarnaráð (umsögn)
Velferðarnefnd | 26.4.2024