Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

847 | Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna (forstaða og stafrænt aðgengi)

154. þing | 19.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að styrkja heimildir Verðlagsstofu skiptaverðs til aðgangs að gagnasöfnum stofnana eins og Skattsins og Hagstofu Íslands og stuðla þannig að meira gagnsæi fiskverðs og afurðaverðs og styttri málsmeðferðartíma fyrir úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að stofnunum sem safna upplýsingum um útflutning sjávarafurða, s.s. Skattinum og Hagstofu Íslands, beri að opna gagnasöfn sín fyrir Verðlagsstofu skiptaverðs með rafrænum eða stafrænum hætti. Einnig er lagt til að ráðherra geti sett forstöðumann annarrar ríkisstofnunar yfir Verðlagsstofu skiptaverðs í allt að fimm ár í senn.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13/1998.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að fallið var frá því að skylda stofnanir sem safna upplýsingum um útflutning sjávarafurða til að opna gagnasöfn sín fyrir Verðlagsstofu skiptaverðs með rafrænum eða stafrænum hætti.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1268 | 19.3.2024
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1875 | 13.6.2024
Þingskjal 1997 | 21.6.2024
Þingskjal 2070 | 22.6.2024

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 14.5.2024
Matvælaráðuneytið (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 10.4.2024
Skatturinn (umsögn)