Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

726 | Rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu

154. þing | 20.2.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (28.3.2024)

Samantekt

Markmið: Að gera stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að erlendir aðilar öðlist eignarhlut, yfirráð eða veruleg áhrif yfir rekstraraðilum eða fasteignum hér á landi með þeim hætti að það ógni þjóðaröryggi eða allsherjarreglu.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að stjórnvöld fái heimildir til að meta og taka afstöðu til fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi með tilliti til sjónarmiða um þjóðaröryggi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs geti numið 5-10 milljónum kr. á ársgrundvelli.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir. Forsætisráðuneytið, maí 2021.


Erlend löggjöf

Bretland
National Security and Investment Act 2021.

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om screening af visse udenlandske direkte investeringer m.v. i Danmark (investeringsscreeningsloven) LBK nr 1256 af 27/10/2023.

Evrópusambandið
Regulation (EU) 2019/452 of the European Parliament and of the Council of 19 March 2019 establishing a framework for the screening of foreign direct investments into the Union.

Finnland
Lag om tillsyn över utlänningars företagsköp 13.4.2012/172.

Noregur
Lov om nasjonal sikkerhet (sikkerhetsloven) LOV-1998-03-20-10.

Svíþjóð
Lag om granskning av utländska direktinvesteringar (2023:560).

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1088 | 20.2.2024
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir

Umsagnir