Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: EV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (28.3.2024)
Markmið: Að gera stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að erlendir aðilar öðlist eignarhlut, yfirráð eða veruleg áhrif yfir rekstraraðilum eða fasteignum hér á landi með þeim hætti að það ógni þjóðaröryggi eða allsherjarreglu.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að stjórnvöld fái heimildir til að meta og taka afstöðu til fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi með tilliti til sjónarmiða um þjóðaröryggi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs geti numið 5-10 milljónum kr. á ársgrundvelli.
Aðrar upplýsingar: Skýrsla stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir. Forsætisráðuneytið, maí 2021.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Atvinnumál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Viðskipti