Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 23 | Þingskjöl: 12 | Staða: Lokið
Markmið: Að bregðast við hraðri fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd, auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar, tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns og samræma löggjöf við reglur annarra Evrópuríkja, einkum á Norðurlöndum.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála verði fækkað úr sjö í þrjá og að skerpt verði á hlutverki nefndarinnar. Einnig er lagt til að umsóknir einstaklinga um alþjóðlega vernd á grundvelli undantekninga í 2. mgr. 36. gr. laganna um sérstök tengsl og sérstakar ástæður verði ekki teknar til efnislegrar meðferðar. Þá er lagt til að aðstandendur útlendinga sem fengið hafa viðbótarvernd eða mannúðarleyfi hér á landi fái ekki rétt til fjölskyldusameiningar fyrr en a.m.k. tveimur árum eftir veitingu viðbótarverndar eða dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða enda hafi sá aðili fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. Loks er lagt til að gildistími dvalarleyfa þeirra sem njóta alþjóðlegrar verndar skv. 1. mgr. 37. gr., 39. gr., 43. gr. og 45. gr. laganna verði þrjú ár í stað fjögurra ára, að gildistími dvalarleyfis þeirra sem njóta alþjóðlegrar verndar samkvæmt 2. mgr. 37. gr. laganna, um viðbótarvernd, verði tvö ár í stað fjögurra ára og að gildistími vegna endurnýjunar á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði til eins árs í stað tveggja ára.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um útlendinga, nr. 80/2016.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna umsókna um alþjóðlega vernd lækki og hafi þannig jákvæð fjárhagsáhrif á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi