Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

718 | Sjúklingatrygging

154. þing | 19.2.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að einfalda einstaklingum að sækja bætur vegna tjóns af völdum heilbrigðisþjónustu og auka tryggingavernd þeirra. Að samræma og einfalda kerfi sjúklingatryggingar og auka skilvirkni í meðferð málanna, bæði á stjórnsýslustigi og hjá dómstólum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að falla frá því að aðgreina tjónsatvik af völdum heilbrigðisþjónustu eftir því hvar atvik átti sér stað. Einnig er lagt til að hámarksfjárhæð vegna tjóns verði hækkuð um 50% og að hámark bótafjárhæðar breytist miðað við 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs. Lagt er til að foreldrar eigi bótarétt vegna andláts fósturs á meðgöngu eða barns undir 18 ára aldri vegna atviks sem fellur undir sjúklingatryggingu. Þá er lagt til að þeir sem gangast undir bólusetningu á Íslandi með bóluefni sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til eigi rétt til bóta vegna tjóns sem hlýst þar af. Loks er lagt til að mál sem heyrir undir sjúkratryggingastofnunina verði ekki borið undir dómstóla fyrr en eftir að úrskurðarnefnd velferðarmála hefur úrskurðað í málinu nema í þeim málum þar sem sjúkratryggingastofnunin hefur greitt hámarksbætur samkvæmt lögunum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi lög um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000, og jafnframt verða breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/27/EB frá 31. mars 2004 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum.

Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 1075 | 19.2.2024
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson
Þingskjal 1582 | 29.4.2024
Þingskjal 1651 | 7.5.2024
Þingskjal 1665 | 8.5.2024

Umsagnir

Velferðarnefnd | 2.4.2024
Velferðarnefnd | 12.3.2024
Ríkislögmaður (umsögn)