Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

691 | Meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. (miðlun og form gagna, fjarþinghöld, birting ákæra o.fl.)

154. þing | 9.2.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að gera réttarvörslukerfið einfaldara, notendavænna og að málsmeðferð verði greiðari án þess að gæðum og réttaröryggi verði fórnað.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar sem gera réttarfarslöggjöfina hlutlausa um afhendingarmáta gagna og tilkynninga með áherslu á aukna notkun rafrænna lausna í stað eiginhandarundirritana. Þá er gert ráð fyrir að festa í sessi heimildir til að nota fjarfundabúnað við rekstur einka- og sakamála og við skýrslugjöf hjá lögreglu. Einnig er lagt til að heimila stafræna birtingu ákæra og annarra skjala sem nú krefjast tiltekins birtingarmáta.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008.
Lög um meðferð einkamála, nr. 91/1991.
Lög um gjaldþrotaskipti, nr. 21/1991.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með fáeinum breytingum sem voru tæknilegs eðlis.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1033 | 9.2.2024
Flutningsmenn: Guðrún Hafsteinsdóttir
Þingskjal 1612 | 30.4.2024
Þingskjal 1692 | 14.5.2024
Þingskjal 1735 | 17.5.2024

Umsagnir