Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

629 | Barnaverndarlög (endurgreiðslur)

154. þing | 26.1.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að skýra gildandi reglur og samræma þær breytingum sem hafa orðið á barnaverndarþjónustu við fylgdarlaus börn.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að skýra reglur um endurgreiðslur ríkissjóðs vegna barnaverndarþjónustu sem veitt er börnum sem ekki hafa fasta búsetu á Íslandi eða fylgdarlausum börnum með alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi hér á landi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Barnaverndarlög, nr. 80/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 937 | 26.1.2024
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1151 | 4.3.2024
Flutningsmenn: Velferðarnefnd
Þingskjal 1181 | 7.3.2024