Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja heimildir ríkisskattstjóra til að veita aðgang að upplýsingum og gögnum úr fyrirtækjaskrá, ársreikningaskrá og skrá um raunverulega eigendur í gegnum samtengingarkerfi skráa.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ríkisskattstjóra sé heimilt að skiptast á upplýsingum við fyrirtækjaskrár annarra EES-ríkja í gegnum samtengingarkerfi miðlægra skráa og veita almennan aðgang að upplýsingum í vefgátt samtengingarkerfisins. Einnig er lagt til að ríkisskattstjóri skuli veita tilgreindum aðilum aðgang að tilgreindum upplýsingum í gegnum samtengingarkerfið. Frumvarpið felur í sér innleiðingu á ákvæðum Evrópugerða.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir kostnaði fyrir ríkissjóð en ekki kemur fram í frumvarpi hve mikill hann gæti orðið.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti