Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

618 | Sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ (framlenging gildistíma stuðningsúrræðis)

154. þing | 24.1.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að framlengja gildistíma heimildar til greiðslu sértæks húsnæðisstuðnings til Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa húsnæði sitt vegna náttúruhamfara á Reykjanesskaga.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að framlengja heimild til sértæks húsnæðisstuðnings til Grindvíkinga um fjóra mánuði, til loka júní 2024. Jafnframt er lagt til að úrræðið verði rýmkað með því að hækka hámarksstuðning úr 75% í 90% af húsnæðiskostnaði. Þá er lagt til að breyta viðmiðum um fjölda heimilismanna þannig að efsti flokkur verði sex heimilismenn eða fleiri og hámarksfjárhæð í efstu flokkunum hækkuð því til samræmis.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 94/2023.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að 85–95% heimila í Grindavík muni nýta úrræðið, með áætluðum kostnaði upp á 212–237 milljónir kr. á mánuði. Heildarkostnaður fyrir fjóra mánuði er því áætlaður 850–950 milljónir kr., þar af sex milljónir kr. vegna hugbúnaðarreksturs og almennrar umsýslu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeim breytingum að úrræðið var framlengt um sex mánuði í stað fjögurra, þ.e. út ágúst 2024, og hámarksfjárhæðir í öllum flokkum voru hækkaðar.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 924 | 24.1.2024
Þingskjal 970 | 30.1.2024
Þingskjal 977 | 31.1.2024
Þingskjal 980 | 31.1.2024

Umsagnir

Velferðarnefnd | 26.1.2024
Grindavíkurbær (umsögn)
Velferðarnefnd | 30.1.2024
Innviðaráðuneytið (minnisblað)
Velferðarnefnd | 30.1.2024
Innviðaráðuneytið (minnisblað)