Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

617 | Tekjustofnar sveitarfélaga (fasteignaskattur í Grindavíkurbæ)

154. þing | 24.1.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að veita Grindavíkurbæ fjárhagslegt svigrúm til að bregðast við þeim sérstöku aðstæðum sem hafa skapast vegna náttúruhamfara á Reykjanesskaga.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að lögfest verði heimild fyrir Grindavíkurbæ til að lækka eða fella niður álagðan fasteignaskatt sveitarfélagsins á árinu 2024 og að tiltekin framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélagsins taki ekki breytingum þrátt fyrir þá stöðu sem nú er uppi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 923 | 24.1.2024
Þingskjal 976 | 31.1.2024
Þingskjal 979 | 31.1.2024

Umsagnir