Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

616 | Staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl. (náttúruhamfarir í Grindavíkurbæ)

154. þing | 24.1.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að koma til móts við vanda einstaklinga og rekstraraðila vegna jarðhræringa og eldsumbrota í Grindavíkurbæ. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að framlengja heimild launagreiðenda í Grindavíkurbæ til að fresta staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Þá er lagt til að framlengja bráðabirgðaákvæði um sérstaka eftirgjöf vaxta og verðbóta á skuldum vegna íbúðalána til loka aprílmánaðar 2024.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.

Kostnaður og tekjur: Óvissa ríkir um áhrif á ríkissjóð en þau eru í öllu falli talin hlutfallslega lítil. 

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 922 | 24.1.2024
Þingskjal 1042 | 13.2.2024
Þingskjal 1044 | 13.2.2024

Umsagnir