Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að framlengja tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ þar sem mikil óvissa ríkir vegna áframhaldandi jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að það tímabil sem lögum um tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 87/2023, er ætlað að ná til verði lengt til 30. júní 2024 en tímabilið hefði að óbreyttu liðið undir lok 29. febrúar 2024.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tímabundinn stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ, nr. 87/2023.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir auknum útgjöldum fyrir ríkissjóð sem nema um 960–1.400 milljónum kr. á mánuði.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins