Markmið:
Að innleiða breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfinu) í íslensk lög, tryggja samræmi reglna á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og gera löggjöfina aðgengilegri með því að færa ákvæði um ETS-kerfið úr lögum um loftslagsmál í sérlög.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að færa þá kafla laga um loftslagsmál sem fjalla um ETS-kerfið í sérlög um ETS-kerfið. Einnig er lagt til að innleiða þrjár EES-gerðir á sviði loftslagsmála sem breyta ETS-kerfinu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2023/957 frá 10. maí 2023 um breytingu á reglugerð (ESB)
2015/757 til að gera það kleift að fella sjóflutningastarfsemi inn í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og varðandi vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun fleiri gróðurhúsalofttegunda og losun frá fleiri tegundum skipa.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2023/958 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun
2003/87/EB að því er varðar framlag flugstarfsemi til markmiðs Sambandsins um samdrátt á losun sem hefur áhrif á allt hagkerfið og viðeigandi framkvæmd hnattrænnar markaðstengdrar ráðstöfunar.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/959 frá 10. maí 2023 um breytingu á tilskipun
2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Sambandsins og ákvörðun (ESB)
2015/1814 um að koma á fót og starfrækja markaðsstöðugleikavarasjóð fyrir kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar:
Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
|
Umhverfismál: Mengun
|
Umhverfismál: Orkumál og auðlindir
|
Samgöngumál: Samgöngur
|
Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd
|
Atvinnuvegir: Viðskipti