Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

542 | Lögheimili og aðsetur o.fl. (úrbætur í brunavörnum)

154. þing | 28.11.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að efla öryggi þeirra sem búa tímabundið í óleyfishúsnæði, efla öryggi slökkviliða og heimildir.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að heimila sérstaka aðsetursskráningu í atvinnuhúsnæði þar sem óleyfisbúseta fer fram. Gert er ráð fyrir að skráningin yrði tímabundin í eitt ár með möguleika á framlengingu. Þá er lagt til að eigandi fasteignar geti gefið fyrirmæli um þann fjölda sem geti skráð lögheimili á fasteign í hans eigu. Einnig er lagt til að slökkviliðsstjórar geti krafist aðgangs að atvinnuhúsnæði til skoðunar og eftirlits og, með dómsúrskurði, aðgang að íbúðarhúsnæði. Í neyðartilvikum má fara inn án úrskurðar ef íbúar eru taldir í hættu. Slökkviliðsstjórar geta lagt á sektir allt að 10 milljónum kr. fyrir brot gegn tilteknum ákvæðum laga um brunavarnir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018.

Lög um mannvirki, nr. 160/2010.
Lög um brunavarnir, nr. 75/2000.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Skýrsla starfshóps um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Innviðaráðuneytið, 23. júní 2023.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum, t.a.m. þeirri að kveðið var sérstaklega á um heimild einstaklinga til aðsetursskráningar í óviðráðanlegum atvikum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 638 | 28.11.2023
Þingskjal 796 | 14.12.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 797 | 14.12.2023
Þingskjal 836 | 15.12.2023
Þingskjal 847 | 16.12.2023

Umsagnir