Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

537 | Sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ

154. þing | 27.11.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að lækka húsnæðiskostnað íbúa Grindavíkur sem þurfa að leigja húsnæði til íbúðar utan Grindavíkur vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið kveður á um tímabundinn húsnæðisstuðning til Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna jarðhræringa. Stuðningurinn miðast við fjölda heimilismanna og húsnæðiskostnað, með hámarksframlagi ríkisins upp á 75%. Greiðslur munu ná yfir tímabilið frá nóvember 2023 til febrúar 2024.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á húsaleigulögum, nr. 36/1994, og lögum um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs verði um 220-242 milljónir kr. á mánuði og að á fjögurra mánaða tímabili (nóvember 2023-febrúar 2024) nemi áætlaður heildarkostnaður á bilinu 880-970 milljónir kr.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 624 | 27.11.2023
Þingskjal 667 | 4.12.2023
Þingskjal 683 | 5.12.2023
Þingskjal 684 | 5.12.2023
Þingskjal 685 | 5.12.2023

Umsagnir