Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

505 | Búvörulög (framleiðendafélög)

154. þing | 14.11.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að stuðla að hagfelldari starfsskilyrðum í landbúnaði. 

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að frumframleiðendum og félögum þeirra verði heimilað að eiga með sér samstarf til að vinna að hagsmunamálum, þ.á.m. um markaðsmál. Jafnframt er lagt til að Samkeppniseftirlitið hafi eftirlit með framkvæmd slíkra heimilda og að mörk milli samkeppnisréttar og búvörulaga verði skýrð betur. Þá er lagt til að skilgreina skilyrði þess að félag teljist framleiðendafélag.

Breytingar á lögum og tengd mál: Búvörulög, nr. 99/1993.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með veigamiklum breytingum. Samþykkt var að til framleiðendafélaga teljist aðeins félög sem eru fyrstu framleiðendur kjötafurða og afleiddra afurða og annast slátrun og/eða vinnslu slíkra afurða. Sama gildir um samtök slíkra félaga. Þá var kveðið á um að veitt verði almenn undanþága frá samkeppnislögum sem nái til sameininga og samninga milli framleiðendafélaga um verkaskiptingu og aðrar aðgerðir sem miða að því að draga úr kostnaði. Verði heimildin nýtt munu því hvorki samrunareglur né bannákvæði samkeppnislaga um samráð eiga við. Samkeppniseftirlitið skal hafa eftirlit með því að skilyrði heimildarinnar séu uppfyllt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 565 | 14.11.2023
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1270 | 18.3.2024
Þingskjal 1300 | 20.3.2024
Þingskjal 1313 | 21.3.2024
Þingskjal 1322 | 21.3.2024

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 16.2.2024
Atvinnuveganefnd | 10.4.2024
Atvinnuveganefnd | 16.2.2024
Atvinnuveganefnd | 21.3.2024