Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

485 | Vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga

154. þing | 11.11.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að verja mikilvæga innviði og aðra almannahagsmuni á Reykjanesskaga fyrir hugsanlegum eldsumbrotum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra verði veitt skýr lagaheimild til að taka ákvörðun, á grundvelli tillögu ríkislögreglustjóra og að höfðu samráði við stjórnvöld o.fl., um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna sem miða að því að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir og aðrir almannahagsmunir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara sem tengjast eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Kostnaður við uppbyggingu varnargarðs við Svartsengi er áætlaður 2,5 milljarðar kr. auk 20% óvissu sem gert er ráð fyrir að minnki þegar nánari upplýsingar liggja fyrir. Gjaldtaka forvarnagjalds eykur tekjur ríkissjóðs um nálægt einum milljarði kr. á árinu 2024. Tekjur ríkissjóðs af gjaldinu munu svo næstu tvö árin eftir það fylgja þróun brunabótamats þeirra húseigna sem skylt er að tryggja samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 534 | 11.11.2023
Flutningsmenn: Katrín Jakobsdóttir
Þingskjal 561 | 13.11.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 562 | 13.11.2023
Þingskjal 563 | 13.11.2023

Umsagnir

13.11.2023