Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

483 | Dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim o.fl. (EES-reglur o.fl.)

154. þing | 10.11.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að koma í veg fyrir dýrasjúkdóma og útbreiðslu þeirra.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að tryggja Matvælastofnun valdheimildir vegna opinbers eftirlits með aukaafurðum dýra sem ekki eru ætlaðar til manneldis. Þá er lagt til að veitt verði lagastoð fyrir reglugerð (ESB) nr. 2019/4 um lyfjablandað fóður og að gerðar verði afleiddar breytingar á lyfjalögum vegna innleiðingarinnar. Jafnframt er lögð til gjaldtökuheimild fyrir Matvælastofnun til innheimtu gjalds vegna vinnu við veitingu starfsleyfa á sviði dýralækninga og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.

Lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
Lyfjalög, nr. 100/2020.
Lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á útgjöld og afkomu ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/4 frá 11. desember 2018 um framleiðslu á lyfjablönduðu fóðri, setningu þess á markað og notkun, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/167/EBE.


Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1372 frá 17. ágúst 2021 um breytingu á IV. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar bannið við því að fóðra alidýr sem ekki eru jórturdýr, önnur en loðdýr, á prótínum úr dýrum.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Umhverfismál: Mengun

Þingskjöl

Þingskjal 531 | 10.11.2023
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1173 | 6.3.2024
Þingskjal 1243 | 12.3.2024
Þingskjal 1287 | 19.3.2024

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 29.11.2023
Atvinnuveganefnd | 29.11.2023
Matvælastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 5.12.2023
Umhverfisstofnun (umsögn)