Markmið:
Að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fylgi þróun sveitarstjórnarstigsins. Að sjóðurinn styðji áfram meðalstór sveitarfélög sem eru með flóknar útgjaldaþarfir. Að í regluverki sjóðsins séu innbyggðir hvatar til sameiningar sveitarfélaga. Að regluverkið stuðli enn frekar að sjálfbærni sveitarfélaga. Að sjóðurinn veiti áfram veikari byggðum sérstök framlög. Að sjóðurinn styðji við sveitarfélög með höfuðstaðarhlutverk. Að framlög vegna nemenda með íslensku sem annað mál endurspegli þróun málaflokksins og að sveitarfélög njóti sama réttar til framlaga. Að breytingarnar miði að einfaldara og gagnsærra regluverki. Að gæta að grundvallarhlutverki sjóðsins, sem er að jafna stöðu sveitarfélaga með lægri tekjur en sambærileg sveitarfélög, þannig að allir íbúar landsins fái notið sams konar þjónustu frá sínu sveitarfélagi, sama hvar þeir búa.
Helstu breytingar og nýjungar:
Um heildarendurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að ræða þar sem reglur um starfsemi sjóðsins verða fluttar úr lögum um tekjustofna sveitarfélaga í ný heildarlög. Lagt er til að nokkur af helstu framlögum sjóðsins verði sameinuð í eitt framlag. Þá eru lagðar til ýmsar breytingar til að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi þess.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku þeirra verða breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, og sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Löggjöf og upplýsingar um sambærilegt fyrirkomulag á Norðurlöndum
Danmörk
Finnland
Lag om finansiering av undervisnings- och kulturverksamhet
29.12.2009/1705.
Noregur
Svíþjóð
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar:
Samfélagsmál: Byggðamál
|
Samfélagsmál: Félagsmál
|
Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins
|
Hagstjórn: Skattar og tollar
|
Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál