Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
154. þing
| 7.11.2023
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 47 | Þingskjöl: 10 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka skilvirkni í skatta- og tollframkvæmd og gera löggjöfina skýrari.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld, s.s. útvíkkun á gistináttaskatti þannig að hann nái jafnframt til gistinátta í skemmtiferðaskipum sem leggjast að höfn hér á landi. Þá eru lögð til ákvæði sem snúa m.a. að lækkun áfengisgjalds á drykki sem lítil brugghús framleiða, afnámi tollfrelsis á skemmtiferðaskip, breytingum á skattskyldu erlendra aðila af tekjum frá föstum starfsstöðvum hér á landi og skattfrelsi styrkja úr Orkusjóði til tekjulægri einstaklinga vegna kaupa á hreinorkubílum.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um gistináttaskatt, nr. 87/2011.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla: Samþykkt með ýmsum breytingum.
Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti