Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 2 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka vægi styrkveitinga til minni framleiðenda.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar á úthlutunarreglum styrkja sem veittir eru vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar. Gert er ráð fyrir að endurgreiðsluhlutfall verði hækkað og að endurgreiðsluhlutfall á hverri samþykktri umsókn geti aldrei orðið lægra en 1,25% af heildarfjárveitingu hvers árs.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Byggðamál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Samgöngumál: Samgöngur