Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að auka möguleika fyrirtækja, einkaaðila og almennings til hagnýtingar á upplýsingum frá hinu opinbera og stuðla að hagvexti og nýsköpun til aukinnar samkeppnishæfni og hagsbóta fyrir samfélagið í heild.
Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu á að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1024 um opin gögn og endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera. Lagt er til að skilgreind verði gagnasett sem skulu vera gjaldfrjáls, á véllæsilegu sniði og veitt um viðeigandi forritaskil og, þegar við á, með magnniðurhali. Jafnframt er gert ráð fyrir að rannsóknargögn sem eru að hluta eða öllu leyti fjármögnuð af hinu opinbera megi endurnota gjaldfrjálst að því tilskildu að þau hafi verið gerð aðgengileg í gegnum gagnasafn stofnunar eða gagnasafn á tilteknu sviði.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1024 frá 20. júní 2019 um opin gögn og endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál