Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 21 | Þingskjöl: 2 | Staða: Í 2. umræðu
Markmið: Að styrkja raforkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja og tryggja forgang þeirra komi til skömmtunar raforku vegna skorts.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að almenningur, mikilvægir samfélagsinnviðir og lítil fyrirtæki njóti forgangs komi til skömmtunar raforku. Þá er lagt til að kveðið verði á um sérstakt mat á fullnægjandi raforkuöryggi og viðmið þess í raforkulögum þar sem Orkustofnun beri ábyrgð en Landsnet geti komið að framkvæmd þess.
Breytingar á lögum og tengd mál: Raforkulög, nr. 65/2003.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir