Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

32 | Fjölmiðlar (EES-reglur, hljóð- og myndmiðlun o.fl.)

154. þing | 1.12.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða Evróputilskipun um breytingar á hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB.

Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu er innleidd Evrópugerð sem breytir hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB. Gert er ráð fyrir að mynddeiliveitur, eins og tilteknir hlutar samfélagsmiðla, falli undir lögin og að þær geri viðeigandi ráðstafanir, m.a. til að vernda börn gegn óæskilegu efni og almenning gegn hatursáróðri, setja á fót aldursstaðfestingarkerfi og gera notendum kleift að tilkynna efni sem brýtur í bága við lög og reglur. Þá er mælt fyrir um aukna vernd barna gegn viðskiptaboðum og þá sérstaklega kostun barna- og unglingaefnis. Gert er ráð fyrir að réttindi sjón- og heyrnarskertra verði efld, sérstaklega hvað varðar textun og hljóðlýsingu. Þá eru lagðar auknar skyldur á fjölmiðlaveitur sem miðla myndefni eftir pöntun til að tryggja að evrópskt efni sé að lágmarki 30% af framboði þeirra og að efnið sé sýnilegt.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjölmiðla, nr. 38/2011.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að kostnaður muni rúmast innan núverandi útgjaldaramma fjölmiðlanefndar.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1808 frá 14. nóvember 2018 um breytingar á tilskipun 2010/13/ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu (tilskipun um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu) í ljósi breytinga á markaðsaðstæðum.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál

Þingskjöl

Þingskjal 32 | 1.12.2023
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 1179 | 7.3.2024
Þingskjal 1244 | 12.3.2024

Umsagnir

Sýn hf. (umsögn)