Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (1.11.2023)
Markmið: Að flytja ábyrgð á reikningshaldi Kirkjugarðasjóðs til aðila sem þykir betur til þess fallinn að halda utan um það.
Helstu breytingar og nýjungar: Ábyrgð á reikningshaldi Kirkjugarðasjóðs sem skrifstofa biskups annast nú verður flutt til kirkjugarðaráðs. Jafnframt verða felld brott tvö ákvæði er snúa að Bálfararfélagi Íslands sem hefur verið lagt niður og ekki starfað í um 60 ár.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Trúmál og kirkja: Trúfélög og trúarbrögð | Trúmál og kirkja: Þjóðkirkjan