Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

314 | Tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi

154. þing | 6.10.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 14 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: US | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (1.11.2023)

Samantekt

Markmið: Að bregðast við bráðavanda í húsnæðismálum umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpinu er ætlað að greiða fyrir því að Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir, f.h. Vinnumálastofnunar, geti tekið á leigu húsnæði sem er þegar fyrir hendi á húsnæðismarkaði en sem ekki hefur verið ætlað til búsetu, eða nýtt þess háttar húsnæði sem er þegar í eigu ríkisins, undir tímabundin búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd án þess að afla þurfi byggingarleyfis fyrir breyttri notkun húsnæðisins til búsetu eða ráðast í breytingar á aðal- eða deiliskipulagi hlutaðeigandi sveitarfélags, enda uppfylli húsnæðið nánar skilgreind skilyrði um öryggi, brunavarnir og hollustuhætti sem og um gæði nærumhverfis.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um brunavarnir, nr. 75/2000.

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
Lög um mannvirki, nr. 160/2010.
Skipulagslög, nr. 123/2010.

Kostnaður og tekjur: Tillögur frumvarpsins hafa ekki bein fjárhagsleg áhrif en þær geta hins vegar haft í för með sér afleiddan kostnað vegna þeirra breytinga sem gera þarf á umræddu húsnæði til að það uppfylli þau skilyrði sem sett eru í frumvarpinu. Mat Vinnumálastofnunar og Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna er að fyrir árslok 2023 þurfi að bæta við húsnæði fyrir um 3.000 manns. Ef lagt er til grundvallar að húsnæði í eigu ríkisins verði breytt til notkunar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir samtals 3.000 manns gæti kostnaðurinn við það numið á bilinu 2,4–3,8 milljörðum kr.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 318 | 6.10.2023

Umsagnir