Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

27 | Greiðsluaðlögun einstaklinga (málsmeðferð og skilyrði)

154. þing | 1.12.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að betrumbæta úrræðið um greiðsluaðlögun einstaklinga, gera það heildstæðara, auka skýrleika og skilvirkni í málsmeðferð, umsækjendum til hagsbóta.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér að greiðsluaðlögun verður heildstæðara úrræði með skýrari og skilvirkari málsmeðferð. Lagðar eru til heimildir til að taka ábyrgðarskuldbindingar vegna námslána inn í greiðsluaðlögun, rýmkun synjunarskilyrða svo að fleiri einstaklingar fái möguleika til að leita greiðsluaðlögunar, nýjar reglur um meðferð veðskulda og afmáningu veðréttinda á yfirveðsettum fasteignum. Þá er gert ráð fyrir að frestir verði styttir gagnvart kröfuhöfum og að skuldurum verði veittar auknar heimildir til að óska breytinga á samningi, ásamt sjálfkrafa ógildingu samninga við langvarandi vanskil.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010.
Lög um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, nr. 9/2014.
Lög um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum


Danmörk
Bekendtgørelse af konkursloven LBK nr 1600 af 25/12/2022.

Finnland
Lag om skuldsanering för privatpersoner 25.1.1993/57.

Noregur
Lov om frivillig og tvungen gjeldsordning for privatpersoner (gjeldsordningsloven) LOV-1992-07-17-99.

Svíþjóð
Skuldsaneringslag (2016:675).

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 27 | 1.12.2023
Þingskjal 1082 | 20.2.2024
Þingskjal 1083 | 20.2.2024
Þingskjal 1127 | 22.2.2024
Þingskjal 1129 | 23.2.2024

Umsagnir

Velferðarnefnd | 15.1.2024
Velferðarnefnd | 17.1.2024
Persónuvernd (umsögn)
Velferðarnefnd | 19.1.2024
Skatturinn (umsögn)
Velferðarnefnd | 16.1.2024