Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

240 | Breyting á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.)

154. þing | 26.9.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að samræma löggjöf við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021, og styrkja umgjörð um þjónustu og snemmtækan stuðning í þágu barna. Að auka vægi réttinda barna og tryggja betra samræmi við ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagðar eru til breytingar sem miða að því að samræma hugtakanotkun laga á málefnasviði ráðuneytisins við ákvæði laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Einnig eru lagðar til breytingar til að tryggja samfellu og heildarsýn yfir þjónustukerfi og málefnasvið, tryggja snemmtækan stuðning og skýra skyldur þeirra aðila sem veita þjónustu í þágu barna.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um leikskóla, nr. 90/2008.
Lög um grunnskóla, nr. 91/2008.
Lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
Íþróttalög, nr. 64/1998.
Æskulýðslög, nr. 70/2007.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 243 | 26.9.2023
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 640 | 28.11.2023
Þingskjal 669 | 4.12.2023
Þingskjal 743 | 12.12.2023

Umsagnir

UMFÍ (umsögn)