Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

24 | Háskólar (örnám og prófgráður)

154. þing | 1.12.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að lögfesta heimild háskóla til að bjóða upp á örnám og samræma reglur um prófgráður og námslok við alþjóðleg viðmið, einkum Bologna-samstarfið.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að háskólum verði heimilað að nýta örnám sem leið til að koma til móts við þörf fyrir aukið framboð á styttra námi á háskólastigi. Einnig er lagt til að upptalning á viðurkenndum prófgráðum og lokaprófum verði felld brott úr lögunum og í staðinn vísað til viðmiða um æðri menntun og prófgráður sem ráðherra gefur út.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um háskóla, nr. 63/2006.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 24 | 1.12.2023
Þingskjal 1299 | 20.3.2024
Þingskjal 1321 | 21.3.2024

Umsagnir