Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

238 | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

154. þing | 26.9.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 23 | Þingskjöl: 7 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að koma á fót Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem yrði miðlæg þjónustu„ og þekkingarstofnun fyrir öll skólastig.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið kveður á um að Menntamálastofnun verði lögð niður og að í hennar stað verði stofnuð Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Stofnuninni er ætlað að styðja, efla og samhæfa menntun, skólaþjónustu og annað skólastarf á öllum skólastigum. Gert er ráð fyrir að hún taki við verkefnum Menntamálastofnunar þegar kemur að námsgögnum. Þá er lagt til að eftirlit með skólastarfi og ytra mat sem og öll söfnun, greining, og miðlun upplýsinga um börn og ungmenni á sviði mennta- og fræðslumála á málefnasviði mennta- og barnamálaráðuneytis verði í höndum ráðherra.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um Menntamálastofnun, nr. 91/2015. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, lögum um Ráðgjafar- og greiningarstöð, nr. 83/2003, lögum um háskóla, nr. 63/2006, lögum um leikskóla, nr. 90/2008, lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, lögum um framhaldsfræðslu, nr. 27/2010, lögum um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, nr. 130/2018, lögum um lýðskóla, nr. 65/2019, lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019, og lögum um Barna- og fjölskyldustofu, nr. 87/2021.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 241 | 26.9.2023
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 636 | 28.11.2023
Þingskjal 668 | 4.12.2023
Þingskjal 693 | 7.12.2023
Flutningsmenn: Eyjólfur Ármannsson
Þingskjal 707 | 8.12.2023

Umsagnir

BSRB (umsögn)
Sameyki (umsögn)