Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

205 | Fjarskipti o.fl. (fjarskiptanet, skráning o.fl.)

154. þing | 19.9.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja regluverk í því skyni að auðvelda úrlausnir deilumála milli fjarskiptafyrirtækja þegar um er að ræða ríkisstyrkta fjarskiptainnviði. Að auðvelda stjórnsýslunni og löggæsluyfirvöldum að takast á við netglæpi. 

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að kveðið verði á um opinn aðgang að fjarskiptanetum sem notið hafa ríkisaðstoðar, að sett verði ný viðmið um verðlagningu slíkra neta og að Fjarskiptastofu verði veitt heimild til að skera úr um ágreining þegar hann er til staðar. Jafnframt eru lagðar til breytingar á lögum um íslensk landshöfuðlén sem eiga að auka getu til að sporna við netglæpum. Þá er lagt til að sérstök þagnarskylda Fjarskiptastofu vegna gagna og upplýsinga um netöryggi á sviði fjarskipta verði lögfest.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um fjarskipti, nr. 70/2022.
Lög um íslensk landshöfuðlén, nr. 54/2021.
Lög um Fjarskiptastofu, nr. 75/2021.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum kostnaði fyrir ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 208 | 19.9.2023
Þingskjal 1909 | 18.6.2024
Þingskjal 1973 | 20.6.2024
Þingskjal 1991 | 21.6.2024

Umsagnir

1984 ehf (umsögn)