Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

183 | Skipulagslög (hagkvæmar íbúðir)

154. þing | 14.9.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að aðstoða sveitarfélög við að skipuleggja fjölbreytta íbúðabyggð og stuðla að því að íbúðaþörf ólíkra hópa sé mætt.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sveitarfélögum séu veittar heimildir til að gera kröfu um það við gerð deiliskipulags að allt að 25% af heildarfermetrafjölda íbúða innan skipulagssvæðis verði fyrir íbúðir sem falla undir lög um almennar íbúðir og íbúðir sem uppfylla skilyrði fyrir hlutdeildarlánum og lánum til leiguíbúða samkvæmt lögum um húsnæðismál.

Breytingar á lögum og tengd mál: Skipulagslög, nr. 123/2010.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar:

Átakshópur leggur til 40 aðgerðir til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði. Forsætisráðuneytið, 22. janúar 2019.

Aðgerðir kynntar um meira öryggi og aukið framboð á húsnæðismarkaði. Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, 19. maí 2022.

Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að lagaákvæðið skuli sæta endurskoðun þar sem horft skuli til þess hvort og hvernig heimildin hefur verið nýtt af sveitarfélögum. Skal ráðherra skila Alþingi skýrslu um endurskoðunina eigi síðar en 1. febrúar 2027.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 185 | 14.9.2023
Þingskjal 746 | 12.12.2023
Þingskjal 747 | 12.12.2023
Flutningsmenn: Andrés Ingi Jónsson
Þingskjal 776 | 13.12.2023

Umsagnir

BSRB (umsögn)