Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

181 | Póstþjónusta (úrbætur á póstmarkaði)

154. þing | 14.9.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að greiða fyrir aukinni notkun bréfakassasamstæða. Að greiða fyrir innleiðingu Evrópugerða.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimildir til að nýta bréfakassasamstæður verði rýmkaðar til muna þannig að alþjónustuveitandi geti ákveðið í samráði við sveitarfélag að setja upp bréfakassasamstæður í tilteknu póstnúmeri þannig að íbúar geti sótt póstinn sinn í göngufæri. Þá er lagt til að styrkja lagastoð fyrir innleiðingu Evrópugerðar og setja heimild til innleiðingar annarrar Evrópugerðar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um póstþjónustu, nr. 98/2019.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644 frá 18. apríl 2018 um bögglaútburðarþjónustu yfir landamæri.


Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB)2018/1263 frá 20. september 2018 um eyðublöð fyrir veitendur bögglaútburðarþjónustu til að leggja fram upplýsingar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)2018/644.

Starfshópur leggur fram tillögur til að mæta breyttum aðstæðum á póstmarkaði. Innviðaráðuneytið, 22. febrúar 2022.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál

Þingskjöl

Þingskjal 183 | 14.9.2023
Þingskjal 712 | 11.12.2023
Nefndarálit    
Þingskjal 745 | 12.12.2023
Þingskjal 775 | 13.12.2023

Umsagnir