Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að greiða fyrir aukinni notkun bréfakassasamstæða. Að greiða fyrir innleiðingu Evrópugerða.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heiti Byggðastofnunar, sem nú fer með póstmálefni, komi í stað heitis Póst- og fjarskiptastofnunar í lögum um póstþjónustu. Þá er lagt til að heimildir til að nýta bréfakassasamstæður verði rýmkaðar til muna þannig að alþjónustuveitandi geti ákveðið í samráði við sveitarfélag að setja upp bréfakassasamstæður á höfuðborgarsvæðinu í öðru þéttbýli. Enn fremur er lagt til að styrkja lagastoð fyrir innleiðingu einnar Evrópugerðar og setja heimild til innleiðingar annarrar Evrópugerðar.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um póstþjónustu, nr. 98/2019.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644 frá 18. apríl 2018 um bögglaútburðarþjónustu yfir landamæri.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum en m.a. var horfið var frá því að heimila alþjónustuveitanda að setja upp bréfakassasamstæður fyrir alla móttakendur póstsendinga á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál