Markmið: Að forðast aukinn verðbólguþrýsting.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna samkvæmt gildandi ákvæðum tiltekinna laga, sem átti að nema 8% hækkun, komi ekki til framkvæmda hinn 1. júlí 2024 heldur skuli hækkun launa þann dag nema 66.000 kr. (einskiptishækkun mánaðarlegra heildarlauna). Ráðstöfuninni er því ætlað að gilda um hækkanir 1. júlí 2024.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Lög um laun forseta Íslands, nr.
10/1990.
Lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr.
88/1995.
Lög um Stjórnarráð Íslands, nr.
115/2011.
Lög um meðferð sakamála, nr.
88/2008.
Lög um Seðlabanka Íslands, nr.
92/2019.
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur, nr.
80/1938.
Kostnaður og tekjur:
Kostnaður ríkissjóðs af 8% hækkun launa þess hóps sem frumvarpið nær til hefði orðið um 424 milljónir kr. á ári en kostnaður af 66.000 kr. hækkun á mánuði er áætlaður 186 milljónir kr. á ári. Því er gert ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs verði 238 milljónum kr. lægri á ársgrundvelli en ella hefði orðið.
Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.
Efnisflokkar:
Samfélagsmál: Atvinnumál
|
Samfélagsmál: Félagsmál
|
Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins