Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

1131 | Afurðasjóður Grindavíkurbæjar

154. þing | 1.6.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að treysta áframhaldandi starfsemi í Grindarvíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna náttúruhamfara með því að gefa rekstraraðilum kost á að sækja um fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar óbeint tjón á matvælum og fóðri af völdum hamfara í bænum, þ.m.t. vegna rýmingaraðgerða stjórnvalda tengdum þeim.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að koma nýju stuðningsúrræði á laggirnar sem rekstraraðilar, sem verða fyrir óbeinu tjóni á matvælum og fóðri af völdum náttúruhamfara, geta sótt um til að halda uppi starfsemi í Grindavík í ljósi jarðhræringa og eldsumbrota sem geisa á svæðinu.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Áhrif á ríkissjóð munu ráðast af því framlagi sem sjóðurinn hlýtur í fjárlögum eða með millifærslu úr varasjóði hverju sinni. Aðeins verður veitt fé til sjóðsins eftir að tjón hefur átt sér stað sem fellur undir gildissvið frumvarpsins. Ekki er því ætlunin að sjóðurinn hljóti framlög úr ríkissjóði óháð því hvort tjón hafi átt sér stað.

Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1775 | 1.6.2024
Flutningsmenn: Bjarkey Gunnarsdóttir
Þingskjal 1857 | 12.6.2024
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd
Þingskjal 1928 | 18.6.2024
Þingskjal 1967 | 20.6.2024

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 6.6.2024
Stjörnuhóll (umsögn)