Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
154. þing
| 8.5.2024
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (15.7.2024)
Markmið: Að lögfesta meginregluna um bann við beitingu nauðungar og skapa lagaramma um það verklag sem viðhaft skal á heilbrigðisstofnunum hér á landi þegar nauðsynlegt þykir að víkja frá þeirri meginreglu og beita þannig úrræðum sem fela í sér þvinganir, valdbeitingu eða annars konar inngrip í sjálfsákvörðunarrétt, frelsi og friðhelgi einkalífs sjúklinga.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skýrt verði kveðið á um að beiting nauðungar gagnvart sjúklingum á heilbrigðisstofnunum verði bönnuð og að bannið nái einnig til fjarvöktunar. Gert er ráð fyrir að yfirlækni eða vakthafandi sérfræðilækni verði heimilt að víkja frá slíku banni í sérstökum einstaklingsbundnum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að beita nauðung í neyðartilvikum til að koma í veg fyrir yfirvofandi líkamstjón, stórfellt eignatjón eða röskun á almannahagsmunum. Þá er lagt til að skipað verði sérfræðiteymi um beitingu nauðungar. Gert er ráð fyrir að kveðið verði á um rétt sjúklinga til að kæra ákvörðun um beitingu nauðungar til úrskurðarnefndar velferðarmála eða kæra beitingu nauðungar án þess að ákvörðun liggi þar að baki. Enn fremur er lagt til að skylt verði að skrá öll tilvik sem fela í sér nauðung eða fjarvöktun.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður á fyrsta árinu eftir gildistöku laganna verði um 150 milljónir kr., þar af verði um 45 milljóna kr. einskiptiskostnaður vegna uppsetningar rafræns skráningarkerfis og gerð upplýsinga- og fræðsluefnis. Árlegur viðbótarkostnaður eftir það yrði um 105 milljónir kr.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi