Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

1095 | Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ

154. þing | 3.5.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja skilvirka og hagkvæma úrlausn verkefna vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, hlúa að íbúum og stuðla að farsæld þeirra til framtíðar, stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi með trausta innviði og þjónustu sem miðar að þörfum samfélagsins.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að skipuð verði tímabundin framkvæmdanefnd sem beri ábyrgð á samhæfingu og framkvæmd ýmissa verkefna vegna jarðhræringa í Grindavík í samvinnu við sveitarstjórn og önnur stjórnvöld. Gert er ráð fyrir að nefndin taki að sér verkefni sem eru umfangsmikil eða ekki skýrt skilgreind innan stjórnkerfisins, s.s. að starfrækja þjónustuteymi fyrir íbúa.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, og kosningalögum, nr. 112/2021.

Kostnaður og tekjur:

Kostnaður ríkissjóðs vegna launa nefndarmanna og reksturs skrifstofu er áætlaður um 150 milljónir kr. á ári.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1628 | 3.5.2024
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1677 | 13.5.2024
Þingskjal 1694 | 14.5.2024
Þingskjal 1699 | 14.5.2024

Umsagnir