Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
154. þing
| 23.4.2024
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (5.6.2024)
Markmið: Að stuðla að virkri samkeppni og góðri neytendavernd.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sett verði ný heildarlög um markaðssetningu sem leysi af hólmi lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, lög um Neytendastofu, nr. 62/2005, og lög um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, nr. 20/2020. Jafnframt er lagt til að hluti Evróputilskipunar um nútímavæðingu verði innleiddur.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, lög um Neytendastofu, nr. 62/2005, og lög um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, nr. 20/2020. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á 16 öðrum lögum.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2161 frá 27. nóvember 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB, 2005/29/EB og 2011/83/ESB að því er varðar betri framfylgd og nútímavæðingu reglna Sambandsins um neytendavernd.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál | Atvinnuvegir: Viðskipti