Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
154. þing
| 23.4.2024
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja áframhaldandi virkni samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og fullan aðgang Íslands að innri markaði Evrópusambandsins (ESB) með því að efna skuldbindingar um framlag til Uppbyggingarsjóðs EES 2021-2028. Framlagið stuðlar að því að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi á milli svæða innan ESB og styrkir þannig viðskipta- og efnahagstengsl samningsaðila.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að veita íslenskum stjórnvöldum heimild til að fullgilda samning ESB, Íslands, Liechtensteins og Noregs um fjármagnskerfi EES fyrir tímabilið maí 2021-apríl 2028. Með samningnum er bókun 38d tekin upp í EES-samninginn, þar sem kveðið er á um skyldu EFTA-ríkjanna til að greiða samtals 1.805 milljónir evra í Uppbyggingarsjóð EES á sjóðstímabilinu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993.
Kostnaður og tekjur: Miðað við núverandi greiðsluhlutfall Íslands, 4,5%, og núverandi gengi evru má gera ráð fyrir að árlegt framlag Íslands geti numið um 1,7 milljörðum kr. að jafnaði. Er þá miðað við að viðtökuríkin nái að nýta framlög til sjóðsins að fullu. Hins vegar má telja líklegt að framlögin verði ekki fullnýtt og mun þá framlag Íslands verða lægra sem því nemur.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Hagstjórn: Skattar og tollar