Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að styðja við heimili á leigumarkaði undir tilteknum tekju- og eignamörkum með sérstakri áherslu á barnmargar fjölskyldur.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að viðmið varðandi grunnfjárhæðir húsnæðisbóta og frítekjumörk miðist við allt að sex einstaklinga í heimili í stað fjögurra. Jafnframt er lagt til að grunnfjárhæð húsnæðisbóta til einstaklingsheimila hækki um 25% frá því sem nú gildir og aðrar grunnfjárhæðir hækki til samræmis við stuðla í a-lið 1. gr. Þá er lagt til að skerðingarmörk vegna eigna hækki í 12,5 milljónir kr.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs vegna húsnæðisbóta hækki um 2,3–2,5 milljarða kr. á ársgrundvelli.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál