Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 11 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: VF | Staða: Úr nefnd
Markmið: Að auka öryggi sjúklinga með því að efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til nýtt ákvæði um hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana til að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna. Samkvæmt því geta stofnanir verið sóttar til saka vegna alvarlegra atvika. Einnig er gert ráð fyrir að rannsókn óvæntra atvika verði aðallega í höndum embættis landlæknis sem getur kært mál til lögreglu ef grunur leikur á stórkostlegu gáleysi eða ásetningi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.
Kostnaður og tekjur: Áætlaður útgjaldaauki ríkissjóðs vegna fjölgunar á einu stöðugildi hjá embætti landlæknis er 13 milljónir kr. á ári.
Aðrar upplýsingar: Skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðuneytið, 4. september 2015.
Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál