Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

981 | Endurskoðendur og endurskoðun o.fl. (endurskoðunarnefndir, siðareglur, sektarákvæði o.fl.)

153. þing | 3.4.2023 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: EV | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Að innleiða tvær Evrópugerðir um gæði endurskoðunar og gagnsæi, skýra stöðu siðareglna endurskoðenda og gera breytingar til einföldunar á stjórnsýsluframkvæmd mála vegna stjórnvaldssekta.

Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu eru innleidd ákvæði tilskipunar ESB um lögboðna endurskoðun ársreikninga, óhæði og hlutlægni endurskoðenda og reglugerðar ESB um endurskoðunarnefndir. Lagt er til að endurskoðendaráð verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hafi eftirlit með endurskoðunarnefndum. Þá er lagt til að fella siðareglur endurskoðenda undir hugtakið góð endurskoðunarvenja, sem tekur mið af breytingum á alþjóðlegum siðareglum endurskoðenda. Gert er ráð fyrir að ákvarðanir ársreikningaskrár um sektir verði endanlegar á stjórnsýslustigi, með heimild til lækkunar eða niðurfellingar sekta vegna óviðráðanlegra atvika.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019.

Lög um ársreikninga, nr. 3/2006.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/56/ESB frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2006/43/EB um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikningsskila.


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 537/2014 frá 16. apríl 2014 um sérstakar kröfur í tengslum við lögboðna endurskoðun á einingum sem tengjast almannahagsmunum og niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/909/EB.

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1529 | 3.4.2023
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 1988 | 6.6.2023
Nefndarálit    

Umsagnir